SAMSTARFIÐ VIÐ BYKO OG HAGA

Öryggismálin eru ofarlega á baugi í trédeild FSu og hefur það verið algjör skylda undanfarin ár að klæðast viðeigandi öryggisfatnaði við nám á húsasmíðabraut. Trédeildin á í frábæru samstarfi við fyrirtækin BYKO og HAGA sem gerir öllum nemendur deildarinnar kleift að klæðast vinnufötum að bestu gerð.

Formleg afhending á þessari fínu gjöf til fyrstu annar nemenda fór fram 11. september síðastliðinn og um leið var haldið gott partý í trédeild með veitingum, stuttum ræðum og spjalli. Að auki birtist Róbert á Bosch bílnum og voru trédeildinni færðar frábærar gjafir frá Byko og Bosch. Tvær kexvélar sem ganga fyrir 18v rafhlöðu, tveir handfræsarar sem ganga fyrir 18v rafhlöðu og SDS borvél sem einnig gengur fyrir 18v rafhlöðu.

Allar veitingar voru í boði styrktaraðila og færir trédeild FSu og skólinn í heild sinn þeim bestu þakkir.

lg / jöz