Samstarfsverkefni – kynning á málefnum flóttafólks.
Dagana 19. til 26. apríl standa nemendur í áföngunum FÉLA2FL05 og FÉLA3RS05 fyrir kynningu á málefnum flóttafólks og réttindastöðu þeirra. Nemendur áfanganna hafa unnið saman síðustu vikur að veggspjöldum með kynningarefni, tölfræði, staðreyndum og vakningarefni, verið í samstarfi við Solaris og Amnesty. Samstarfið við Amnesty er með áherslu á málefni Rohingja, sjá nánar hér. Samstarfið við Solaris snýst um að kynna starfsemi samtakanna og standa nemendur líka að happdrættissölu til styrktar starfsemi þeirra. Nánar má kynna sér starfsemi Solaris hér. Þann 21. Apríl verður bæði hægt að kaupa happdrættismiða og taka þátt í ákalli Amnesty með undirskrift fyrir framan salinn í alrými Odda. Einnig verður hægt að setja sig í samband við nemendur vegna happdrættisins í gegnum irisdoggp@gmail.com. Alltaf er hægt að taka þátt í starfsemi Amnesty í gegnum heimasíðu þeirra.