Samvinna um forvarnir
16.02.2009
Þriðjudaginn 10. febrúar fékk skólinn heimsókn frá fjórum félagsmála- og tómstundafulltrúum á Suðurlandi, þeim Braga Bjarnasyni, Jóhönnu Hjartardóttur, Jóni Pétri Róbertssyni og Ragnari Sigurðssyni. Þeir sem sátu fundinn með þeim voru skólameistari, aðstoðarskólameistari og forvarnarteymið Jón Özur Snorrason, Agnes Ósk Snorradóttir og Íris Þórðardóttir. Fullltrúar nemendafélagsins voru þau Bjarni Rúnarsson og Harpa Dögg Hafsteinsdóttir.
Rætt var um samvinnu okkar á milli á alla kanta og möguleika á samstarfi í forvörnum, bæði almennt og svo á sviði skemmtana. Ákveðið var að gefa nemendum færi á að ræða þessi mál og boða til annars fundar miðvikudaginn 18. febrúar þar sem ákvarðanir verða vonandi teknar um framhaldið.
Fulltrúar skólans þakka þetta frábæra framtak og óska af heilum hug eftir betri og nánari samvinnu við sveitarfélögin sem fulltrúa áttu á þessum fundi, svo og önnur á svæði skólans.