SAMVINNAN VIÐ BYGGÐASAFN ÁRNESINGA
Miðvikudaginn 12. febrúar síðastliðinn heimsóttu nemendur á lokaönn í húsasmíði Byggðasafn Árnesinga ásamt kennara sínum Lárusi Gestssyni. Eins og flestir vita er byggðasafnið staðsett á Eyrarbakka en þeir mættu vera enn fleiri. Trédeild FSu hefur farið á Byggðasafnið síðustu ár tvisvar á lokaönn með nemendur úr áfanganum HÚSV3HU05. Í fyrra skiptið var hlýtt á fyrirlestur en í seinna skiptið að vori var farin söguganga um Eyrarbakka. Í áfanganum er mikið lagt upp úr húsafriðun og virðingu fyrir byggingasögu landsins. Samvinnan við Byggðasafnið er ómetanleg og fyrirlestrarnir frá Eyrbekkingnum Magnúsi Karel Hannessyni skýra vel húsasögu staðarins.
Auk þessa stóð Byggðasafnið fyrir samantekt á vönduðu námsefni fyrir þennan áfanga. Það námsefni er komið í fulla notkun og er afar kærkomið og auðveldar kennurum trédeildar að sinna skyldum sínum við fræða nemendur um okkar merkilegu húsasögu og lögverndaða húsafriðun.
lg / jöz