Sífellt fleiri stórafmæli
18.04.2010
Eins og glöggir menn hafa vafalaust tekið eftir eru kennarar í FSu að eldast með hverju árinu sem líður. Er nú svo komið að jafnvel ungu kennararnir í hópnum eru farnir að eiga stórafmæli. Á þetta var rækilega minnt í liðinni viku þegar Ragnar Geir Brynjólfsson, hinn söngglaði formaður starfsmannafélagsins, þurfti að syngja Hinn meiri afmælissöng í tvígang í sömu vikunni um samkennara sem vart eru komnir af barnsaldri. Það voru þau Grímur og Þórunn Jóna sem voru tilefni söngsins að þessu sinni. Hvar endar þetta eiginlega?