Sigur í forritunarkeppninni

Jónatan Óskar Nilsson og Sigurður Fannar Vilhelmsson úr FSu ásamt Gabríel A. Péturssyni úr FSn mynduðu liðið Hash Collision sem sigraði í Alfa-deild forritunarkeppni framhaldsskólanna. Keppnin fór fram laugardaginn 21. mars í Háskólanum í Reykjavík. Alfa deildin er úrvalsdeild forritunarkeppninnar, ætluð þeim sem hafa stundað forritun umfram það sem kennt er í framhaldsskólum, unnið við forritun eða stundað hana sem sérstakt áhugamál. Ragnar Geir Brynjólfsson er kennari piltanna.

Annað lið úr FSu, TDK, skipað þeim Gísla Jóhannesi Guðmundssyni, Svani Þór Sigurðssyni og Þorsteini Vigfússyni, tók þátt í Delta-deild keppninnar. Sjá nánar á forritun.is.