SIGUR Í FYRSTU UMFERÐ GETTU BETUR

Nemendalið FSu bar sigur úr býtum í GETTU BETUR á móti Framhaldsskólanum á Laugum fimmtudaginn 9. janúar síðastliðinn. Næsta viðureign liðsins verður þriðjudagskvöldið 21. janúar á móti Fjölbrautaskólanum við Ármúla.

Að sögn Heimis Árna liðstjóra og Stefáns þjálfara vonuðust þeir til að mæta nágrönnunum í ML en það hefur aldrei gerst í 39 ára sögu keppninnar. Hægt verður að koma í RÚV – húsið í Efstaleiti og fylgjast með keppninni - auk þess að hlusta á hana á Rás 2 eða horfa í beinu streymi á RÚV klukkan 20.00 þriðjudaginn 21. janúar. Áfram FSu : - )

jöz