Skemmtileg heimsókn

Föstudaginn 30. sept. sl. komu góðir gestir í FSu.  Þetta var tvíeykið Fabio Niehaus og Sandro Jahn, tónlistarmenn frá Hamborg í Þýskalandi.  Þeir eru að vinna að fjölþjóðlegu verkefni, sem ber heitið Deine Stimme, sem felst í því að sýna nemendum fram á sitthvað sem hægt er að gera með röddinni, og taka upp raddir þeirra. Upptökunum verður svo skellt saman og hægt verður að hala niður lag byggt á upptökunum. Niðurhalið verður selt á vægu verði á netinu og fjármununum, sem aflast, varið til menntunar götubarna á Filippseyjum.  Netslóðin verður: www.invasion-der-stimmen.de. Niðurhalið mun kosta 0,99 €. Á myndinn má sjá þá félaga vinna með hópi nemenda við upptökur í gryfjunni.