Skemmtilegt dönskuverkefni
30.04.2013
Nemendur í hópi 3 í dönsku 203 verið að vinna að útgáfu lífsstílstímarits núna síðustu vikuna. Hópurinn hefur verið að vinna með texta um heilsu og velferð í kennslubókinni Hokus pokus eftir Idu Løn og Elísabetu Valtýsdóttur, sem báðar eru kennarar við skólann.
Hópurinn valdi sér ritstjóra úr hópi nemenda, Alexöndru Rut Oddsdóttur og kusu um nafn á tímaritið. Öllum var skylt að skila inn einni grein eða viðtali um sjálfvalið efni til kennara, sem fór yfir og svo urðu nemendur að lagfæra textana sína í samræmi við leiðréttingar kennarans. Nemendur skiptu svo með sér verkum við frágang og útgáfu blaðsins.