Skerpt á myndlistinni
28.09.2010
Elísabet myndlistarkennari sótti nýlega námskeið í Myndlistarskóla Kópavogs. Deildist námskeiðið á tvær helgar, dagana 13. og 14. ágúst og 17. og 18. september. Markmið námskeiðsins var að skerpa á undirstöðuþáttum myndlistar þannig að kennarar fengju nýja sýn á notkun teikningar, málunar og vatnslita í kennslu. Þrír myndlistarmenn, þeir Bjarni Sigurbjörnsson, Derek Karl Mundell og Ingólfur Arnarson, leiðbeindu á námskeiðinu sem var að mestu verklegt.