Skólafundur
09.05.2016
Skólafundur FSu var haldinn þriðjudaginn 19. apríl síðastliðinn. Þetta er samráðsfundur alls starfsfólks skólans, kennara nemenda og annarra starfsmanna. Skólafundur mun verða árlegur viðburður í nýrri námskrá. Að þessu sinni einbeittu fundargestir sér að því hvað við getum gert til að bæta skólann okkar út frá fjórum þemum. Þau voru: Líðan, árangur, ímynd og umhverfi. Margar hugmyndir komu fram á þessum fundi, sumar hugmyndir komu oft fram. Unnið er að úrvinnslu þessara gagna til birtingar. Flestir voru sammála um að fundurinn hafi verið gagnlegur og jafnvel skemmtilegur. Áfram F.Su!