Skólafundur
29.11.2016
Skólafundur FSu var haldinn þriðjudaginn 22. nóvember síðastliðinn. Þetta er samráðsfundur alls starfsfólks skólans, kennara nemenda og annarra starfsmanna. Skólafundur mun verða árlegur viðburður í nýrri námskrá. Að þessu sinni einbeittu fundargestir sér að ýmsum atriðum tengdum námi og kennslu. Þau voru: nútímavæðing náms og kennslu, samband atvinnulífs og skóla og jafningjafræðsla nemenda. Margar hugmyndir komu fram á þessum fundi, sumar hugmyndir komu oft fram. Unnið verður með gögn af fundinum til að móta áframhaldandi framþróun náms og kennslu við skólann.