Skólanefndarfundur

Haldinn var fundur í skólanefnd að morgni fimmtudagsins 5. mars. Á fundinum voru rædd ýmis mál, m.a. alvarlegir atburðir sem átt hafa sér stað í skólanum, félagstarf nemenda, forvarnir og forvarnaáfangi (FOV171), niðurstöður úr úttekt á sjálfsmati (FSu uppfyllir bæði viðmið menntamálaráðuneytis um sjálfsmatsaðferðir og um framkvæmd sjálfsmats), staða innleiðingar nýrra laga um framhaldsskóla og erlend samskipti.

Meðfylgjandi mynd var tekin á fundinum. Í fremri röð frá vinstri eru Jón Hjartarson, AriThorarensen formaður, Eyþór H. Ólafsson, Sveinn Pálsson og Eydís Þ Indriðadóttir, allt aðallmenn í skólanefndinni. Í aftari röð eru Bjarni Rúnarsson formaður nemendafélagsins og fulltrúi nemenda, Emma Guðnadóttir fulltrúi foreldra, Örlygur Karlsson skólameistari, Katrín Tryggvadóttir fulltrúi kennara, Kristín Þórarinsdóttir fjármálastjóri FSu og Þórarinn Ingólfsson aðstoðarskólameistari.