Skólaskákmót FSu
30.03.2012
Skólaskákmót Fsu 2012 var haldið stofu 207. Góð þátttaka var í mótinu. Spenna var allt til enda og réðust úrslitin ekki fyrr en í lokaumferðinni. Fjölbrautaskólinn þakkar Skákfélagi Selfoss veittan stuðning. Úrslit voru sem hér segir:
1. Erlingur Atli Pálmarsson 5 v
2. Atli Sigmundsson 4 v
3. Jón Aron Lundberg 3 v
Umsjónarmenn mótsins voru þau Hulda Finnlaugsdóttir og Lárus Bragason. Á myndinni má sjá þá Erling Atla Pálmarsson og Atla Sigmundsson.