Skólastarf hafið

Skólastarf hófst af fullum krafti 18.ágúst þegar kennarar mættu til starfa til að undirbúa kennslu vetrarins. Um 230 nýnemar fengu svo forskot á sæluna og tóku þátt í nýnemadegi í byrjun vikunnar þar sem þeir fóru í stöðvavinnu þar sem starfsumhverfi skólans var kynnt. Þvínæst tók nemendaráð við nýnemum og stýrði ratleik um skólann og mátti sjá hópa af ungu fólki hlaupa um í leit að vísbendingum sem leiddi þau um alla króka og kima skólans. Nýnemar fengu að lokum gott í gogginn í mötuneyti og höfðu kost á því að kaupa sér bækur. Þriðjudaginn 23. ágúst var skólinn settur og kennsla hafin.

 

Að mörgu er að hyggja í upphafi skólaárs, en nú stendur sem hæst undirbúningur fyrir 30 ára afmæli skólans sem er 13. september.  Þar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá sem starfsfólk og nemendur koma allir að.