SKÓLASTARF TIL FJÖRUTÍU OG ÞRIGGJA ÁRA
13.09.2024
Fjölbrautaskóli Suðurlands á fjörutíu og þriggja ára starfsafmæli í dag, föstudaginn 13. september. Í byrjun var skólastarfinu dreift um Selfossbæ og kennsla fór fram í ýmsu húsnæði. Fékk skólinn af því tilefni viðurnefnið Hlaupabrautin. Á tíunda áratug síðustu aldar tókst að koma upp glæsilegri byggingu sem í huga margra gengur undir nafninu Gula húsið.
Fullyrt er að bygging skólahúsnæðis FSu hafi tekið mun styttri tíma en venja var um byggingar af þessari stærðargráðu. Ástæðuna má fyrst og fremst rekja til samtakamáttar sunnlenskra sveitarstjórnarmanna þess tíma sem lögðu fram fé til byggingarinnar. Megi einkunnarorð skólans: fjölbreytni, sköpun og upplýsing ávallt fylgja starfi FSu.
jöz.