Skóli hefst og Gettu betur byrjar
07.01.2020
Vorönn 2020 er hafin og mættu nemendur hressir eftir jólafrí til náms þriðjudaginn 7. janúar. Um 750 nemendur eru skráðir í nám við skólann.
Upphaf annar markar líka upphaf spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, en lið FSu hefur leik í kvöld og mætir Tækniskólanum kl. 20. VIð hvetjum alla til að hlusta á keppnina, en hægt er að hlusta á viðureignina á RÚV Núll https://www.ruv.is/null. ÁFram FSu!