Skólinn í okkar höndum kynntur
Markmið Skólans í okkar höndum er heildstæð forvörn líkamlegrar, andlegar og félagslegrar heilsu - til eflingar lærdómssamfélagi FSu. Til að ná markmiðinu er fléttað er saman fræðslu og aðgerðum gegn einelti, leiðum að enn betri skólabrag, dagamun og heilsueflandi framhaldsskóla. Allir sem koma að starfi FSu eru þátttakendur í verkefninu: Nemendur, kennarar, starfsfólk, stjórnendur, foreldrar og yfirvöld. Starfið leiða verkefnisstjórarnir Agnes Ósk Snorradóttir og Þórunn Jóna Hauksdóttir. Nú í september var Skólinn í okkar höndum kynntur fyrir nýjum kennurum og foreldraráði FSu og rifjaður upp með nemendum í umsjónartíma.
Á myndinni eru frá vinstri Þórunn Jóna Hauksdóttir verkefnastjóri, fulltrúar foreldra Svanhvít Hermannsdóttir,Hafdís Sigurðardóttir, Dagný Magnúsdóttir formaður foreldraráðs, Ragnhildur Thorlacius og Agnes Ósk Snorradóttir verkefnastjóri.