Skólinn í okkar höndum skólaárið 2011-2012
Undirbúningur fyrir Skólann í okkar höndum fyrir skólaárið 2011-2012 er hafinn. Sem fyrr verður lögð áhersla á að vinna í meginþáttum verkefnisins: Olweus gegn einelti og andfélagslegu atferli, dagamun og skólabrag og nú bætist við fjórði meginþátturinn, heilsueflandi framhaldsskóli. Þeir sem koma að starfi FSu taka þátt í verkefninu: Nemendur, kennarar, starfsfólk, stjórnendur og foreldrar.
Hópstjórar eru lykilaðilar þess að upplýsingaflæði milli þátttakenda sé virkt, í vetur gegna því starfi: Helgi Hermannsson, Vera Valgarðsdóttir, Sverrir Geir Ingibjartsson, Guðfinna Gunnarsdóttir, Svanur Ingvarsson, Kristjana Hrund Bárðardóttir, Guðmundur Björgvin Gylfason og Ragnheiður Eiríksdóttir. Íris Þórðardóttir er tengiliður við Lýðheilsustöð vegna heilsueflandi framhaldsskóla. Verkefnisstjórar Skólans í okkar höndum eru Agnes Ósk Snorradóttir og Þórunn Jóna Hauksdóttir.