Snoðun, hlaupahjólsáskorun og kallinn í kassanum á góðgerðarviku
Í liðinni viku var líf og fjör í skólanum, en þá fór fram góðgerðarvika NFSu. Í þessari viku gafst nemendum tækifæri á að skora hver á annan og aðrir nemendur gátu síðan sett peninga undir sömu áskorun. Nú er FSu sérlegur styrktaraðili SOS barnaþorpsins Jos í Nígeríu og renna öll framlög beint til uppbyggingar þorpsins.
Vikan byrjaði með því að skólinn var skreyttur hátt og lágt og sparibauk komið fyrir í anddyri sem nemendur gátu sett í frjáls framlög í. Fulltrúar frá SOS Barnahjálp kynntu starfsemi SOS barnaþorpa. Á miðvikudeginum var Karnival þar sem voru básar þar sem nemendur gátu spreytt sig á léttum þrautum fyrir klink. Haldið var Fifamót í Pakkhúsinu. Góðgerðardagarnir enduðu svo með lokahátíð í Iðu þar sem kennarar kepptu á móti nemendum í fótbolta í klædd froskalöppum og sundgleraugum auk þess sem áskoranir sem framkvæmdar höfðu verið í vikunni voru sýndar og aðrar framkvæmdar á staðnum. Boðið var upp á pylsur og candyfloss eftir hátiðina.
Formðaur Nemendafélagsins, Þórunn Ösp Jónasdóttir, safnaði rúmlega 100 þúsund krónum þar sem skorða var á hana að raka af sér hárið. Gjaldkeri nemendafélagsins eyddi talverðum tíma í kassa í anddyri skólans, einn ferðaðist frá Þorlákshöfn í skólann á hlaupahjóli og annar gekk í skólann frá Hveragerði á Selfoss. Skólameistari ferðaðist um á línuskautum einn daginn.
Fleiri myndir má finna á feisbúkksíðu skólans.