Sólmyrkvi skoðaður
20.03.2015
Starfsfólk og nemendur fylgdust vel með sólmyrkvanum í morgun. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum höfðu margir fest kaup á sérstökum sólmyrkvagleraugum. Ronald raungreinakennari var svo forsjáll að panta með góðum fyrirvara og bjóða til kaups slík gleraugu, sem margir nýttu sér. Myndirnar tók Örn Óskarsson, en fleiri myndir má finna á feisbúkksíðu skólans. Þar má einnig sjá myndskeið sem Grímur Lúðvíksson, rafgreinakennari tók af sólmyrkvanum.