SÓMI

Fín frammistaða FSu-ara gegn FÁ í kvöld 21. janúar í Efstaleiti RÚV en auðvitað er alltaf takmark að komast í sjónvarpið. Útvarpstap 21 gegn 30 stigum Ármýlinga. Góð frammistaða í hraðaspurningum þar sem FSu náði 13 gegn 14 stigum FÁ. Bjölluspurningarnar (10) jöfnuðust um miðbik keppninnar með Stóumönnum. Það var gott hjá okkar mönnum (Hrafnhildi, Árna Heimi og Valgeiri).

FÁ náði að svara lokaspurningunni sem er tónlistarspurning og gaf fleiri stig. Verst að geta ekki svarað ljóðaspurningunni um Jónas Hallgrímsson og um söngleikinn byggðan á Grettis sögu. (Íslenskukennaradjók). En áfram. Flott frammistaða hjá ykkur Árni, Hrafnhildur og Valgeir. Til sóma og fyrirmyndar fyrir okkur hin í FSu : - )

jöz.