SÖNGVAKEPPNIN FER FRAM Í KVÖLD
Loksins, loksins tekst að halda söngvakeppni FSu og mun hún fara fram í kvöld þriðjudaginn 15. mars. Upphaflega átti að halda hana 24. febrúar en vegna veirufaraldurs var henni frestað í tvígang. En nú er komið að því. Loksins, loksins endurtaka áhugasamir og fagna. Tólf efnilegir nemendur stíga á stokk í kvöld við undirleik frábærrar hljómsveitar og nú þegar er búið að selja 500 aðgöngumiða.
Heilmikil áhugi og þörf á að skemmta sér. Þemað í ár er fengið að láni frá hljómsveitinni ABBA og kvikmyndinni um Mömmu okkar allra - Míu. Aðal skipuleggjandi keppninnar er varaformaður nemendaráðs Guðmundur Bjarni Brynjólfsson. Segja má að söngvakeppnin sé stærsti viðburður í félagslífi nemenda skólans og eru allir hvattir til að mæta og njóta. Áfram : - )
jöz.