Spennandi nám í vélvirkjun
25.01.2021
Á myndinni má sjá loftmótora sem ganga fyrir þrýstilofti, sem nemendur smíðuðu á haustönn 2020. Þeir eru með lausagangsskrúfu til að stilla snúningshraðann. Undir vélunum er teikning sem nemandi teiknaði í Inventor af mótornum.
Vélvirkjun eða mechanical engineering er fag sem kennt er við FSu. Þar fá nemendur meðal annars að smíða alvöru vél sem knúin er með þrýstilofti. Nemendur byrja á að teikna loftvélina í hönnunnarforitinu Inventor og svo í framhaldinu smíða þeir loftvélina. Stökkbreyting varð á vélvirkjanámi með tilkomu nýju CNC véla sem færa nemendum ómetanlega reynslu í vélavinnu fyrir framtíðarstörf.