Spilað í félagsfræði
26.10.2017
Nemendur í FÉLA2BY05 sem er grunnáfangi í félagsfræði hafa undanfarnar kennslustundir unnið að því að búa til spil tengd menningu og trúarbrögðum. Markmið verkefnisins var að skilja hvernig trúarbrögð hafa áhrif á menningu og hvernig þetta tvennt vinnur saman varðandi gildi og viðhorf í ólíkum samfélögum. Hver hópur fékk að velja sér einn menningarheim og búa til spil tengt honum. Nemendur fengu svo að prófa öll spilin í kennslustund og kynnast í leiðinni margbreytilegum menningarheimum með því að svara fjölbreyttum spurningum um matarvenjur, þjóðdansa, íþróttir, fordóma og fleira. Kennari er María Ben Ólafsdóttir.