Spurt um umsjónar- og mætingakerfi
27.03.2012
Miðvikudaginn 21. mars sátu 17 nemendur skólans inni í sal og svöruðu spurningum um umsjónarkerfið og mætingar. Spurt var:
1. Hve oft á önn á að hitta kennara í umsjón?
2. Hvaða nemendur eiga að mæta í umsjón?
3. Hvaða áherslur eiga að vera í umsjón?
4. Annað?
5. Er þörf á að breyta mætingakerfinu? Hvernig ætti það að vera?
Sömu spurningar voru einnig lagðar fyrir kennara skólans nokkru áður. Stjórnendur skólans munu nú vinna úr svörunum og velta fyrir sér möguleikum á breytingu. Á myndinni má sjá nemendur velta vöngum.