Stærðfræðikeppni framaldsskólanemenda þriðjudag klukkan 9 - allar upplýsingar komnar
Nú í ár er keppnin rafræn og í stað þess að keppnin sé í umsjá kennara hér í skólanum, þá munuð þið sjálf finna keppniskrækjuna inni á slóðinni:
http://stae.is/stak/keppnin2020
Prufukeppni verður opin frá laugardagsmorgni (10.10.2020) frá kl. 10 fram á mánudagskvöld til að nemendur geti áttað sig á rafrænu umhverfi keppninnar í ár.
Til að taka þátt munu nemendur þurfa að hafa aðgang að Google (Google account, t.d. gmail-netfang). Þetta er nauðsynlegt til að halda möguleika opnum um að geta hlaðið inn pdf/mynd-skrám. Við gerum okkur grein fyrir að það er ekki óskastaða en vonum að það megi fyrirgefa að þessu sinni vegna aðstæðna.
Forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanema 2020-2021 mun síðan sem fyrr segir fara fram rafrænt þriðjudaginn 13. október (áður auglýstan dag) kl. 9-11:30 (sama tímasetning um allt land). Ensk útgáfa keppninnar verður í boði fyrir þau sem það kjósa frekar.