Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema, þriðjudaginn 13 október kl. 9-11:30 RAFRÆNT

Hin árlega forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanema 2020-2021 mun  fara fram rafrænt þriðjudaginn 13. október  kl. 9-11:30 (sama tímasetning um allt land). Öllum nemendum er frjálst að taka þátt í keppninni. Mögulega þarf að eiga Google aðgang til að geta tekið þátt en það skýrist þegar nær dregur. Ef þú vilt vera með en átt að vera í annarri kennslustund samtímis þá geturðu fengið leyfi í þeirri kennslustund með því að taka þátt í keppninni.

Prufukeppni verður opin alla helgina til að nemendur geti áttað sig á rafrænu umhverfi keppninnar í ár. Hlekkur á keppnina sjálfa verður sendur á mánudag. Sá hlekkur verður ekki virkur fyrr en á þriðjudag kl. 9 og verður óvirkur kl. 11:30 þann sama dag. 

Ensk útgáfa keppninnar verður í boði fyrir þau sem það kjósa frekar.

Ef þið viljið skoða gamlar keppnir má fara á slóðina http://stae.is/stak/keppnin

Koma svo, áfram FSu !