Starfamessa í FSu
18.03.2015
Samband sunnlenskra sveitarfélaga og Atorka, Félag atvinnugreina á Suðurlandi ásamt grunn- og framhaldsskólum á Suðurlandi, munu standa að kynningu á starfsgreinum og einstökum fyrirtækjum, starfamessu, fimmtudaginn 19.mars í FSu.
Til kynningarinnar eru sérstaklega boðnir nemendur 9. og 10. bekkjar grunnskóla og 1. og 2. árs nemar í framhaldsskólum á Suðurlandi, auk þess sem aðrir nemar FSU og annara framhaldsskóla svæðisins eru velkomnir. Starfamessan stendur yfir frá kl.10-16.