Starfsfólk á örnámskeiðum
08.11.2013
Starfsfólk skólans fékk tækifæri til fá fræðslu hjá samstarfsfólki sínu í vikunni. Þá stóð fagráð skólans fyrir örnámskeiðum sem stýrt var af starfsfólki innan FSu. Starfsfólk var hvatt til að prófa eitthvað sem það hafði aldrei spreytt sig á áður, en hægt var að velja að fara í áhugasviðskönnunn hjá námsráðgjöfum, bridds fyrir byrjendur, geirneglingu, heimspeki og jóga, námskeið um ljós, latínu, myndlist, sushi gerð, útivist og logsuðu. Er skemmst frá því að segja að námskeiðin voru mjög vel heppnuð og vöktu mikla ánægju.
Á myndunum má sjá kennara og nemendur í geirneglingu, sushigerð og logsuðu. Myndirnar tók Örn Óskarsson.