Starfsmenn heiðraðir
Tveir starfmenn voru heiðraðir við starfslok á brautskráningu vorannar, þeir Arnlaugur Bergsson og Þórarinn Ingólfsson. Formaður Hollvarðasamtakanna og fyrrum skólameistari, Örlygur Karlsson flutti þeim kveðju við brautskráningu. Arnlaugur og Þórarinn eða Addi og Tóti eins og þeir eru oftast kallaðir eru svokallaðir brautryðjendur við skólann, en þeir komu til starfa við FSu þegar hann var stofnaður haustið 1981. Arnlaugur kenndi málmiðnaðargreinar við skólann í gamla Hamri á árunum 1981-1993 og sneri svo aftur til starfa sem umsjónarmaður fasteigna árið 2003. Hann hefur því starfað við skólann í tæp 29 ár. Þórarinn hóf kennslu við FSU 1981 og kenndi íþróttir. Hann hefur verið aðstoðarskólameistari frá árinu 2002 . Hann hefur starfaði við skólann í 39 ár.
Þeirra störf fyrir skólann eru ómetanleg og fást seint fullþakkað.