Stóri skólafundurinn í FSu á morgun!
Á morgun, miðvikudaginn 1. október verður skólafundur í FSu kl.13-16.
Tilurð fundarins er að leita svara úr nærsamfélagi skólans um framtíðarsýn og hlutverk FSu. Um er að ræða fund í anda þjóðfundar árið 2010, með þáttöku kennara, nemenda, foreldra, skólafólks, sveitastjórnarfólks, íbúa og fulltrúa atvinnulífs á Suðurlandi.
Við vonum að sem flestir þjóðfélagshópar mæti og að við fáum margvísleg sjónarhorn á þau málefni sem verða lögð til grundvallar á fundinum.
Það skiptir okkur miklu máli að raddir ólíkra aðila í samfélaginu á Suðurlandi heyrist á fundinum. Við viljum þróa skólann í samstarfi við stofnanir, atvinnulíf og íbúa svæðisins. Hvaða brautir eiga að vera í boði? Hvaða eiginleika og hæfni ber að efla hjá nemendum? Hvernig getur skólinn stuðlað að blómlegri þróun á svæðinu? O.s.frv.
Við biðlum til allra sem hafa áhuga eða skoðun á málefninu, eru hugmyndaríkir, sniðugir og vilja láta gott af sér leiða að koma og taka þátt með okkur. Hvetjið endilega líka fólk í kringum ykkur. Því fjölbreyttari þátttaka, því marktækari útkoma.