Stundatöflur og töflubreytingar haustönn 2016
- Miðvikudaginn 17. ágúst kl. 09.00 opnar Inna og nemendur geta skoðað stundatöflur sínar.
- Nemendur eru beðnir að athuga sérstaklega vel hvort þeir eru með hæfilegan fjölda (f)eininga. Fullt nám miðast við 30 (f)einingar á önn og því ættu nemendur sem ætla sér að vera í fullu námi að miða við þann (f)einingafjölda.
- Sumir nemendur hafa fengið of fáar einingar í stundatöflur sínar. Yfirleitt er skýringin sú að þeir áfangar sem nemandi valdi passa ekki saman í stundatöflu eða að nemandi hafi ekki valið nægilega marga varaáfanga. Nemendur sem þurfa að láta leiðrétta stundatöflur sínar þurfa að óska eftir töflubreytingu,hægt er að óska eftir töflubreytingum rafrænt í Innu eða að mæta í skólann á milli kl. 13 og 16 miðvikudaginn 17. ágúst. Nemendur sem mæta í töflubreytingar skulu taka númer á skrifstofu. Allar óskir um töflubreytingar þurfa að hafa borist fyrir kl. 16 miðvikudaginn 17. ágúst.
Athugið að töflubreytingar eru aðeins samþykktar ef um nauðsynlegar breytingar er að ræða s.s.
- ef nemandi er með of fáar eða of margar einingar í töflu.
- að forsendur hafi breyst vegna falls í áfanga.
Ekki er hægt að fá töflubreytingu til að skipta um hópa.
Nemandi sem hyggst hætta í áfanga getur gert það með því að fylla út ósk um það á skrifstofu skólans
Nemendur sem hyggjast útskrifast nú í haust hafa lengri frest og geta leitað til áfangastjóra til að fara yfir námsferil. Áfangastjóri verður með viðtalstíma fimmtudag og föstudag.