SUNNLENSKIR ÞINGMENN HEIMSÆKJA FSu

Á myndinni eru frá vinstri Olga Lísa Garðarsdóttir skólameistari FSu, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmál…
Á myndinni eru frá vinstri Olga Lísa Garðarsdóttir skólameistari FSu, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra (D), Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (B), Jóhann Friðrik Friðriksson (B), Birgir Þórarinsson (D), Vilhjálmur Árnason (D), Ásthildur Lóa Þórsdóttir (F) og Sigursveinn Sigurðsson aðstoðarskólameistari FSu.

Í liðinni kjördæmaviku Alþingis fóru þingmenn í kjördæmi sín og sinntu hinum ýmsu erindum. Sóttu heim fyrirtæki og stofnanir, héldu fundi og hittu fólk og juku tengsl sín við kjósendur. Sex af tíu þingmönnum Suðurlands komu í heimsókn í FSu fimmtudaginn 5. október á alþjóðadegi kennara, þrjár konur og þrír karlmenn. Þau héldu fund með stjórnendum skólans í nýjasta húsnæðinu Hamri sem hýsir fjölbreytt og öflugt verknám sem er í stöðugri framþróun. Þingmennirnir fengu leiðsögn um húsnæðið og kynningu á starfsemi skólans og því helsta sem er á döfinni til lengri og skemmri tíma. Mikilvægi þess að hittast verður aldrei ofmetið, að kynnast betur og ræða málin, sækja sér upplýsingar og koma á framfæri óskum. Takk fyrir heimsóknina.

jöz