SUSI í FSu

Þessa vikuna eru gestir í FSu sem taka þátt í Comeniusarverkefninu Sustainable Islands (SUSI).  Verkefnið gengur út á það rýna í þrjár grunnstoðir sjálfbærni hjá mismundandi eyjasamfélögum þ.e. samfélagið, efnahaginn og umhverfið. Verkefnið stendur yfir í tvö ár og taka skólar frá sex eyjum þátt í því:  Azoreyjum (Terceira), Guadeloupe (Marie Galante), Kanaríeyjum (Gran Canaria), Kýpur, Íslandi og Sardiníu. Það komu 3 nemendur og 3 kennarar frá Sardiníu, 3 nemendur og tveir kennarar frá Kýpur,  3 nemendur og 1 kennari frá Marie Galane,  2 kennarar og 2 nemendur frá Terceira og 1 kennari og 1 nemandi frá Kanaríeyjum, samtals 9 kennarar og 12 nemendur.  Dagská heimsóknarinnar er þétt.  Á mánudag verður farið í Hellisheiðarvirkun og síðan til Reykjavíkur.  Á þriðjudag verður 

farið að Sólheimum og Friðheimum og síðan skoðað bleikjueldi og hestarækt austur í Rangárvallasýslu.  Á miðvikudag verður farið í rútuferð um Suðurland og fimmtudagur fer í vinnu hér í FSu,  kennarar funda um verkefnið og nemendur mæta t.d. í lífsleikni.  Síðan kynna nemendur verkefni sín um neysluvenjur nútíma fólks samanborði við neysluvenjur fyrri tíma,  þ.e. hjá afa og ömmu.  Um hádegi verður plantað trjám í gróðurreit sem búið er að undirbúa við suðvestur horn Odda.  Þessi trjálundur mun síðan eiga sér systurlund á öllum hinum eyjunum.  Eftir hádegi er áætluð gönguferð upp í Hellisskóg en síðan verður fræðsluerindi um einfaldari lífshætti,  lífsmáta sem sífellt fleiri eru að tileinka sér.    Föstudagur og laugardagur eru síðan óskipulagðir ennþá  og fyrir utan skipulagða dagskrá en síðustu nemendur og kennarar yfirgefa landið á sunnudagsmorgun.    Yfir verkefninu er Guillermo Navarro Montsdeoca frá Gran Canaria og þeir kennarar sem taka þátt í verkefninu á Íslandi eru Aníta Ólöf Jónsdóttir, Eyrún Björg Magnúsdóttir, Guðmundur Björgvin Gylfason og Hrefna Clausen, Helgi Hermannsson og Ólafur Einarsson.