SUSI og sæskjaldbakan
FSu er þátttakandi í Comeniusarverkefninu Sustainable Islands (SUSI) sem gengur út á það rýna í þrjár grunnstoðir sjálfbærni hjá mismundandi eyjasamfélögum þ.e. samfélagið, efnahaginn og umhverfið. Verkefnið stendur yfir í tvö ár og taka skólar frá sex eyjum þátt í því frá: Azoreyjum (Terceira), Guadeloupe (Marie Galante), Kanaríeyjum (Gran Canaria), Kýpur, Íslandi og Sardiníu.
Fyrsta heimsóknin var til Sardiníu dagana 21.25. október. Frá FSu fóru kennararnir Helgi Hermannsson og Ólafur Einarsson, og nemendurnir Gíslína Björg Tyrfingsdóttir, Marín Laufey Davíðsdóttir og Sólrún Einarsdóttir.
Dagskráin var þétt á meðan heimsókninni stóð. Þann 22. október var farið í skoðunarferð og þorpið Stintino heimsótt, en þorpið er vinsæll ferðamannastaður. Þar voru gestir fræddir um þjóðgarð á eyjunni Asinara, sem er skammt undan þorpinu. Á eyjunni er jafnfram rekin miðstöð fyrir dýr sem hafa lent í einhvers konar hremmingum og þurfa aðhlynningu. Starfsmenn þjóðgarðsins hittu okkur á ströndinni og fræddu um sögu svæðisins og starfsemi dýrabjörgunarmiðstöðvarinnar. Eftir fyrirlesturinn komu þeir með skjaldböku sem hafði verið í endurhæfingu hjá þeim. Þetta var sæskjaldbaka af tegundinni Caretta caretta. Skepnan sú hafði étið plast og gat ekki kafað. Hún hafði því verið skorin upp í dýrabjörgunarmiðstöðinni og plastið fjarlægt. Plast sem fólk hendir úti berst oft í sjóinn. Það hefur í för með sér ýmsar afleiðingar eins og þær að drepa skjaldbökur (sjá http://www.euroturtle.org/threats.htm). Skjaldbökunni var síðan sleppt og fjöldi manns fylgdist með því, nemendur og kennarar sem eru þátttakendur í SUSI verkefninu ásamt fólki sem dreif að úr nágrenninu (sjá myndskeið hér að neðan).
Til eru sjö tegundir af sæskjaldbökum og tvær þeirra verpa við Miðjarðahafið Caretta caretta og Chelonia mydas. Báðar þessar tegundir eru í hættu (endangered) samkvæmt viðmiðum IUCN (Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakana), sjá nánari upplýsingar um þessar skjaldbökur t.d hér: http://www.euroturtle.org/1.htm og http://wwf.panda.org/what_we_do/endangered_species/marine_turtles/loggerhead_turtle/. Sæskjaldbökur hafa örsjaldan sést við Ísland. Fyrsta skiptið var 1. október 1963 en þá fannst leðurskjaldbaka dauð á reki við Grímsey á Steingrímsfirði, sjá: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4260803.
{youtube}EqN0V1Ifw9s&feature=youtu.be{/youtube}