Sveinspróf í skrúðgarðyrkju
15.10.2024
Sveinspróf í skrúðgarðyrkju var haldið 7.- 9. október í verknámshúsi skrúðgarðyrkjunnar í Garðyrkjuskólanum á Reykjum. Níu nemendur mættu galvaskir til leiks. Að vanda var prófið fjölbreytt og reyndi á alla þá þætti sem nemendur hafa tileinkað sér í náminu. Í verknámshúsinu unnu nemendur verkefni í landmótun, hellulögnum og fleira. Utanhúss voru nemendur prófaðir í trjáklippingum með viðeigandi tækjum og verkfærum. Prófað var í gróðursetningum á mismunandi gróðri og uppbindingu trjáplantna, auk þess sem nemendur svöruðu munnlega ýmsum spurningum um fagið. Nemendum gekk ljómandi vel og voru prófdómarar ánægðir með vinnusemi og fagmennsku þeirra.
Hér að neðan má sjá sýnishorn af verkefnum nemenda, nemendur, kennara og prófdómara.