Sýning á vegum Textíldeildar
09.03.2010
Miðvikudaginn 3. mars settu tveir hópar í hönnun og hugmyndavinnu í Textíldeild upp sýningu í fjórum sýningarskápum við gryfjuna í miðrými Odda. Þema sýningarinnar er "Nútímakjólar í sixtiesfíling". Eru kjólarnir mótaðir á hálfar gínur, bæði tilbúnar og heimagerðar. Þar með var lokið fyrri hluta markmiða áfangans, en framhaldið gengur út á að hanna fylgihluti og litakort í tengslum við kjólana. Þetta þýðir að gestir og gangandi eiga eftir að sjá sýninguna breytast og þróast. Jafnvel verða færðar út í kvíarnar þannig að sýningin birtist víðar í bæjarfélaginu.