Sýning og reynsluakstur
01.04.2009
Nýlega var kennurum í Hamri færð til afnota bifreið frá einum velunnara skólans. Bifreiðinni, sem er fólksbifreið af gerðinni Toyota, er ætlað að vera til taks fyrir ýmislegt snatt og útréttingar á vegum verknámsdeildar, svo og fyrir styttri ferðalög innanlands. Bifreiðin verður til sýnis í dag, miðvikudag, við verknámshúsið klukkan 13-15. Þeir sem vilja reynsluaka bifreiðinni geta haft samband við Jón Sigurstein Gunnarsson eða Krístján Þórðarson í Hamri.