Tækjadagur í vélvirkjun
29.11.2017
Nýlega var haldinn var tækjadagur í FSu þar sem nemendur á fimmtu önn í vélvirkjun fengu að koma með tækin sín til skoðunar og viðgerðar í skólanum. Skapaðist mikil stemming á meðal nemenda og var meðal annars farið í grindarviðgerðir, vélaskipti í vélsleða, hvalbaksstyrkingar á Suzuki Rocky ( a.k.a Læðan) og margt fleira. Þess má geta að aðstaðan við verknámið er orðin framúrskarandi og nemendur fá að njóta þess.