Tapsárir töpuðu ekki
26.05.2013
Um hvítasunnuhelgina var fyrri einvígisleikur ársins í bridgekeppni Hyskis Höskuldar og Tapsárra Flóamanna, sveitar starfsmanna í FSu, háður í Grímsnesinu. Örlítið hallar á Hyskið eftir þennan fyrri hluta en til gamans má geta að eftir 49 einvígisleiki og 1568 spil er staðan sú að Flóamenn hafa skorað 4046 impa en Hyskið 3983. Í vinningsstigum hefur Hyskið 715 stig en þeir Tapsáru 736. Flóamenn hafa unnið 26 leiki af 49 en Hyskið 13 ár af 24. Það er því óútkljáð mál hvort liðið er betra og horfa menn fram á að einvígið muni dragast langt inn á öldina. Á myndinni hér til hliðar má sjá fjóra Tapsára sem tóku þátt í þessum einvígisleik. Á myndina vantar Árna Erlingsson.