Tauþrykksnámskeið á Kátum dögum

Ellefu nemendur tóku þátt í tauþrykksnámskeiði Helgu og Lísu, kennara í þráðlist og myndlist, á Kátum dögum. Hver og einn hafði valið sér einlita boli fyrir námskeiðið. Síðan var farið í hugmyndavinnu og gerðar prufur með ýmsum litarefnum og áhöldum, t.d. penslum, stimplum eða skapalónum. Að síðustu var málað á bolinn, framan og jafnvel aftan á líka. Framkallað með hárþurrku og farið svo út í daginn í nýjum bol.