Það er sitthvað rusl og úrgangur

Verðlaunahönnun Rögnu Fríðu Sævarsdóttur.
Verðlaunahönnun Rögnu Fríðu Sævarsdóttur.

Hönnunarkeppni nemenda í grafískri miðlun

Nemendur í grafískri miðlun fengu það verkefni á vordögum að hanna og setja upp tillögur að merkingum á ruslafötur skólans þannig að skilaboðin séu hrein og klár og henti markhópnum þ.e. fólki á framhaldsskólaaldri. Um samkeppni var að ræða. Þó nokkrar góðar og fjölbreyttar tillögur að merkingum komu sem svo voru lagðar fyrir og metnar af umhverfisnefnd skólans sem er skipuð nemendum og Ólafi Einarssyni líffræðikennara. Kennari í grafískri miðlun er Ágústa Ragnarsdóttir.

 

Verðlaunahönnuna átti Ragna Fríða Sævarsdóttir. Sú tillaga þótti ákaflega skýr í allri framsetngu; litaskilaboð sem og textaskilaboð skýr sem  og einföld auðkennanleg grafík. Að auki þótti hönnunin henta vel ólíkum stærðum ruslafatanna. Ætlunin er að þessar merkingar verði komnar í gagnið með haustinu.

 

Með þessu merkingum er vonast til þess að flokkun innan skólans verði enn skilvirkari en nú er. Skólinn er orðinn grænafánaskóli og í umhverfisstefnu skólans er m.a. nefnt að starfsemi stofnunarinnar eigi að hafa sem minnst skaðleg áhrif á ytra umhverfi sem og að úrgangur sem myndast skuli endurunnin eða endurnýttur efitr því sem því verður við komið. Betri flokkun er eitt skref í þá átt.