Þakkir fyrir góða menntun
11.02.2011
Miðvikudaginn 9. febrúar komu hjónin Bolette Höeg Koch og Sigurður Steinþórsson frá Hæli í Gnúpverjahreppi færandi hendi í skólann. Í kortinu sem fylgdi gjöfum þeirra stóð: Við færum skólanum Monopoly og myndina "Oscar et la dame rose", sem þakklætisvott fyrir góða kennslu og menntun þriggja dætra okkar, sem stunduðu nám við skólann á árunum 2002-2010. Með bestu kveðju, Bolette Höeg Koch, Sigurður Steinþórsson." Gjafirnar voru til skólans en sérstaklega ætlaðar frönskudeildinni. Vera Ósk Valgarðsdóttir tók við gjöfunum fyrir hönd skólans.