Þokast á Ingólfsfjall
17.03.2010
Sunnudaginn síðasta fóru 18 nemendur útivistaráfangans ásamt kennara sínum á Ingólfsfjall. Gengið var og klifrað upp frá Alviðru upp á fjallsbrún. Þar var svartaþoka svo ekki var gengið lengra í þetta sinn heldur farin sama leið niður. Göngumenn fengu hressilega æfingu og nærandi utiveru í hlýju, lygnu en nokkuð blautu veðri. Á myndinni sést til nokkurra þokuliða efst í fjallinu.