Þor JA vann til verðlauna
25.04.2009
Frumkvöðlahópurinn Þor JA, sem var með lopapennaveskin Aries sem aðalviðskiptahugmynd, vann til verðlauna á uppskeruhátíð Fyrirtækjasmiðjunnar sem haldin var föstudaginn 24. apríl. Verðlaunin hlaut hópurinn fyrir mesta nýsköpun og frumlegheit í keppninni. Tekið var fram að viðurkenningin væri ekki aðeins fyrir þessa einu hugmynd heldur allar þær sem Þor JA var með á teikniborðinu, enda voru margar hugmyndir hópsins sem ekki komust í framkvæmd mjög flottar. Fékk Þor JA forláta verðlaunagrip afhentan á hátíðinni.