Þýskuþraut

Í febrúar ár hvert býður Félag þýskukennara á Íslandi nemendum allra framhaldsskóla landsins að reyna kunnáttu sína í þýsku með því að glíma við svokallaða þýskuþraut.  Að þessu sinni glímdu tveir nemendur FSu við þrautina, þær Bryndís Karen Pálsdóttir og Nína Guðrún Guðjónsdóttir. Þrír nemendur sem best standa sig á landsvísu fá í verðlaun þriggja til fjögurra vikna dvöl í Þýskalandi. Einnig eru þeim veitt bókaverðlaun fyrir 20 efstu sætin og allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal.