Til hamingju Valtýr Freyr!
01.03.2011
Tíunda almenna landskeppnin í efnafræði fór fram þann 15. febrúar síðastliðinn. Fimm nemendur frá FSu tóku þátt en einn þeirra, Valtýr Freyr Hlynsson, fékk boð um að halda áfram í úrslitakeppnina sem verður haldin dagana 12. og 13. mars. Alls er 16 nemendum boðið að taka þátt í úrslitakeppninni en fjórir efstu í henni verða valdir til þátttöku í Ólympíukeppninni í efnafræði sem fer fram í Tyrklandi 9.-18. júlí næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn sem nemandi frá FSu fer í úrslitakeppnina.