Til Köben skal haldið

Nemendur í dönsku 303 stefna á að fara í saman í námsferð til Kaupmannahafnar í nóvember.  Mikil skipulagning liggur að baki svona ferðar og undirbúningur er strax hafinn.  Nemendur ætla að skoða danska menningu, heimsækja danskan framhaldsskóla og jafnvel að skella sér í Tívolí.  Ida lön og Málfríður Garðarsdóttir hafa tekið að sér að fara með hópnum og verða þær ábyrgðamenn ferðarinnar.  Nemendur í áfanganum eru tæplega 30 talsins.  Markmiðið með ferðinni er meðal annars að  nemendur kynnist danskri menningu, þeir læri að þekkja Kaupmannahöfn og taka meiri ábyrgð á sjálfum sér.  Þeir læra einnig mikið á því að skipuleggja ferðina sjálfir frá A-Ö.  Mikil eftirvænting ríkir í hópnum og Idadönskukennari getur ekki beðið eftir að fá sér brenndar möndlur á Strikinu.

Fréttaritarar: Guðrún Heiða Bjarnadóttir og Halldóra Íris Magnúsdóttir, nemendur í DAN303.