Tímabundin viðbót við skólareglur FSu
08.10.2020
Tímabundin viðbót við skólareglur Fjölbrautaskóla Suðurlands sem gildir meðan á sérstökum sóttvarnarráðstöfunum stendur í skólanum vegna COVID-19 faraldursins: Skólameistara er heimilt að meina nemanda aðgang að skólahúsnæðinu hafi viðkomandi ekki farið að tilmælum og reglum um umgengni um sóttvarnarhólf skólans, ekki virt fjarlægðarmörk eða brotið reglur um sóttvarnir á annan hátt í skólanum.